Drangey SK2 og Sigurborg SH12 landa í dag.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag, heildarafli er 131 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Drangey var m.a. á veiðum á Glettinganesflaki. Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði í dag, heildarafli er 58 tonn, uppistaða aflans er ýsa, þorskur og skarkoli. Sigurborgin var m.a. á veiðum á Flökunum.

Málmey SK1 landar í heimahöfn í dag.

Málmey

Málmey SK1 landar í heimahöfn í dag. Það hefur fiskast vel að undanförnu og það sama má segja um þennan túr en heildaraflinn er 134 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Það var komið víða við í þessari veiðiferð m.a. á Litlagrunni og Glettinganesflaki í blíðu veðri segir Þórarinn Hlöðversson skipstjóri.

Farsæll landaði í Grundarfirði

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði í gær. Heildarmagn afla um borð 55 tonn, uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Farsæll var m.a. á veiðum á Búrbanka og Nesdýpi.