Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til  hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó, þar af um 186 tonnum af gullkarfa og 149 tonnum af ýsu. Aflaverðmæti er um 305 milljónir.

Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Við fórum út á sjó 20. apríl og vorum á veiði frá Reykjafjarðarál að Skerjadýpi. Veiðar gengu ágætlega og veður nokkuð gott. Það var landað 20.600 kössum,“sagði Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter