Mokveiði var á Brettingsstöðum.

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK 1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 168 tonn, þar af voru um 145 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 3 tonn af ufsa og 3 tonn af karfa. Minna í öðrum tegundum. Skv. upplýsingum frá Þórarni Hlöðverssyni skipstjóra var ágæt veiði á Digranesflaki en mokveiði var á Brettingsstöðum. Ýsu veiðin var frekar róleg í Skápnum og nánast engin á Skagagrunni. Veðrið hefur verið mjög fínt, segir Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter