Þetta er því stækkun á afli grandaravindana um 34%.

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey stoppaði í sumarstopp hér á Sauðárkróki 2 júlí.
Strax var hafist handa við að vinna við það sem gera átti í sumar.

Stærsta verkefnið var að setja nýjar Grandaravindur í skipið.
Nýju grandaravindurnar eru Norskar af gerðinni Kongsberg með 63 lítra róturum. Gömlu grandaravindurnar voru af gerðinni Brattvaag með 41,5 lítra róturum, en voru orðnar 32 ára. Þetta er því stækkun á afli grandaravindana um 34%. Gömlu vindurnar voru fjarlægðar frá borði ásamt öllum undirstöðum.
Byggja þurfti síðan upp undirstöður undir nýjar vindur sem eru töluvert öflugri en þær gömlu. Togvindumótorarnir voru teknir í land og við skoðun á þeim kom í ljós að þeir voru mikið slitnir því var ráðist í að laga þá og allt tekið upp í þeim til grunna. Nýtt Auto fyrir togvindur var sett í skipið ásamt nýju kallkerfi.
Á togdekki var skipt um eik í hliðum á bobbingarennu bakborðs megin og skipt var um hjól í togblökkum.
Í mannaíbúðum var ónýtum þilplötum skipt út fyrir nýjar ásamt því að ónýtum blöndunartækjum var skipt út.
Á millidekki var skipt um gíra í sniglum, ásamt ýmsum öðrum lagfæringum á færiböndum og fleiru.
Í vélarúmi voru settir upp nýjir amotlokar við kælivatnskerfi aðalvélar. Skipt var um afgasgreinar á aðalvél ásamt leguskyldi og legum í ásrafal við aðalvél. Þá var einnig skipt um olíudælur í aðalvél. Ýmis önnur smáverk voru unninn í skipinu á meðan á sumarstoppinu stóð.
Málmey fór af stað aftur eftir stopp 6 september.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter