„Veiðarnar fóru vel af stað“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 160 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum. Við vorum í Kantinum vestan við Halann, á Barðinu og á Strandagrunni. Veiðarnar fóru vel af stað fyrstu tvo sólarhringana en frekar rólegt eftir það. Við fengum tveggja daga brælu en að öðru leyti gott veður,“ sagði Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter