„Veiðin var góð“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði með 70 tonn.  Rætt var við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra „Við vorum á veiðum í þrjá sólarhringa á Selvogsbanka, vestan kaldi fyrstu tvo dagana en blíða síðasta sólarhringinn.  Veiðin var góð, og uppistaða aflans var ufsi og þorskur“ segir Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter