FISK-Seafood stundar veiðar, vinnslu og sölu afurða í samþættum rekstri.
Fyrirtækið kemur að útgerð átta skipa frá Sauðárkróki, Grundarfirði og Ólafsvík. Einn frystitogari, tvö ferskfiskskip, tvö ísfiskskip, tveir dragnótabátar og einn krókabátur.
Á Sauðárkróki er rekin bolfiskvinnsla og þurrkun og á Grundarfirði er saltfiskverkun.
FISK-Seafood fylgir ströngustu gæðakröfum í veiðum og vinnslu sem skilar sér í úrvalsafurðum.