Fréttir

Hafdís SK 4 í september

Dragnótabáturinn Hafdís fór 15 veiðiferðir í september og landaði ýmist á Húsavík, Sauðárkróki eða í Hafnarfirði en veiðiferðir á Hafdísi

Meira

Starfsemin

FISK-Seafood stundar veiðar, vinnslu og sölu afurða í samþættum rekstri. Fyrirtækið kemur að útgerð átta skipa frá Sauðárkróki, Grundarfirði og Ólafsvík. Einn frystitogari, tvö ferskfiskskip, tvö ísfiskskip, tveir dragnótabátar og einn krókabátur.
Á Sauðárkróki er rekin bolfiskvinnsla og þurrkun og á Grundarfirði er saltfiskverkun.
FISK-Seafood fylgir ströngustu gæðakröfum í veiðum og vinnslu sem skilar sér í úrvalsafurðum.

landvinnsla

Á Sauðárkróki er rekin fullkomin bolfiskvinnsla, frysting og þurrkun. Helstu afurðir eru þorskur og ufsi sem fara á markað í Suður-Evrópu. Unnið er samkvæmt ströngustu gæðakröfum og stöðlum og hefur vinnslan alþjóðlega IFS vottun.

Sjófrysting

Frystitogari fyrirtækisins, Arnar HU-1, veiðir og vinnur þorsk, karfa, ýsu og ufsa auk fleiri tegunda sem veiðast í minna mæli. Vinnsla togarans fylgir gæðastefnu sem byggir á áhættuþáttagreiningu (HACCP) þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru í fyrirrúmi.

Saltfiskverkun

Í Grundarfirði rekur fyrirtækið fullkomna saltfiskverkun byggða á traustum grunni. Þar eru framleiddar saltaðar gæðaafurðir fyrir markaði í Suður-Evrópu. Framleiðslan fer fram undir vörumerki Soffaníasar Cecilssonar.