
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki
Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 141 tonn, mest af þorski eða um 126 tonn, aðeins 3,5 tonn af ýsu og mun minna í öðrum tegundum. Málmey var á veiðum við Ostahrygg

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 141 tonn, mest af þorski eða um 126 tonn, aðeins 3,5 tonn af ýsu og mun minna í öðrum tegundum. Málmey var á veiðum við Ostahrygg

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru um 62 tonn, þar af um 27 tonn af ýsu, um 15 tonn af þorski og um 8 tonn af karfa. Farsæll var aðallega á veiðum á

Fimmtudaginn 20. nóvember fékk FISK Seafood góða heimsókn frá meðlimum í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Gestirnir töldu um 20 manns og fengu þeir kynningu á starfsemi fyrirtækisins og framtíðarsýn frá framkvæmdastjóranum Friðbirni Ásbjörnssyni og Kristni Kristóferssyni, fjármálastjóra. Þá fengu gestirnir að gæða

FISK-Seafood er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem stundar veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða í samþættum rekstri. Fyrirtækið starfrækir útgerð átta skipa frá Sauðárkróki, Grundarfirði og Ólafsvík – þar á meðal frystitogara, fersk- og ísfiskskip, dragnótabáta og krókabát.
Á Sauðárkróki fer fram bolfiskvinnsla og þurrkun, en á Grundarfirði er rekin saltfiskverkun sem byggir á langri reynslu og vandaðri framleiðslu. Þessi starfsemi tryggir fjölbreyttar, hágæða afurðir fyrir viðskiptavini bæði innanlands og erlendis.
FISK-Seafood fylgir ströngustu gæðakröfum í veiðum og vinnslu og leggur áherslu á sjálfbærni, rekjanleika og ábyrga nýtingu fiskistofna. Með samstilltu starfi á sjó og landi tryggir fyrirtækið úrvals sjávarafurðir sem njóta trausts og virðingar á alþjóðlegum mörkuðum.

Á Sauðárkróki er rekin fullkomin bolfiskvinnsla, frysting og þurrkun. Helstu afurðir eru þorskur og ufsi sem fara á markað í Suður-Evrópu. Unnið er samkvæmt ströngustu gæðakröfum og stöðlum og hefur vinnslan alþjóðlega IFS vottun.

Frystitogari fyrirtækisins, Arnar HU-1, veiðir og vinnur þorsk, karfa, ýsu og ufsa auk fleiri tegunda sem veiðast í minna mæli. Vinnsla togarans fylgir gæðastefnu sem byggir á áhættuþáttagreiningu (HACCP) þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru í fyrirrúmi.

Í Grundarfirði rekur fyrirtækið fullkomna saltfiskverkun byggða á traustum grunni. Þar eru framleiddar saltaðar gæðaafurðir fyrir markaði í Suður-Evrópu. Framleiðslan fer fram undir vörumerki Soffaníasar Cecilssonar.