Veiðin hefur verið góð.

Málmey SK 1 er á leið til hafnar á Sauðárkróki með 163 tonn, þar af voru um 151 tonn af Þorski og tæplega 1 tonn af Ufsa. Minna í öðrum tegundum. Skv. upplýsingum frá Þórarni Hlöðverssyni skipstjóra hefur veiðin verið góð á Nýjagrunni og á Ostahryggnum. Veðrið hefur verið gott og vinnslan um borð gengið […]

Sigurborg SH 12 með fullfermi.

Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði í gær með fullfermi. Heildarmagn afla um borð var um 66 tonn. Af því voru um 59 tonn af Þorski, 2 tonn af Ufsa og rúmlega 1 tonn af Karfa. Minna í öðrum tegundum. Sigurborg var á veiðum í Sléttugrunnkanti. Sigurborg hélt aftur af stað til veiða […]