Mörg skip um þorskinn á þessum veiðislóðum.

Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 209 tonn, þar af voru um 183 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 4 tonn af karfa og 4 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum. Skv. upplýsingum frá Andra Már Welding stýrimanni voru þeir á veiðum á Digranesflaki mest […]

Farsæll SH 33 með fullfermi í sínum síðasta túr.

Farsæll SH 33 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi í sínum síðasta túr. Heildarmagn afla um borð var um 50 tonn, af því voru um 32 tonn af ýsu, 9 tonn af þorski og 2 tonn af karfa. Minna í öðrum tegundum. Farsæll var meðal annars á veiðum NV af Bjargi.