Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12 koma til Grundarfjarðar

Þann 28. september komu til heimahafnar í Grundarfirði ný skip FISK Seafood og Soffaníasar Cecilssonar, þau Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12, sem keypt voru af Gjögri hf. Fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni til að taka á móti þeim. Gestum og gangandi var síðan boðið um borð í skipin til að skoða […]
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til hafnar á Sauðárkróki í morgun til löndunar. Heildarmagn afla um borð var um 210 tonn, þar af voru um 194 tonn af þorski og 3 tonn af ufsa. Minna var af öðrum tegundum. Áætlað er að Málmey haldi aftur til veiða að löndun lokinni.