Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 40 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur og skarkoli og smávegis var af þorski.  Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.

“Veiðarnar gengu vel á meðan veður var skaplegt”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 177 tonn.  Rætt var við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum rúma fimm sólarhringa á veiðum, byrjuðum í ufsa á Selvogsbanka og Reykjanesgrunni.  Tókum svo þorskinn í Jökuldýpi og Þverálshorni og enduðum á Skagagrunni.  Veiðarnar gengu vel á meðan veður var skaplegt, uppistaða […]