Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.

Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 81 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur.  Veiðiferðin stóð yfir í fimm daga, en þeir voru tæpa þrjá sólarhringa á veiðum.  Drangey var meðal annars á veiðum í Jökuldýpi, Selvogsbanka, Þverálshorni og við Halann, í ágætis veðri.

“Stór og vænn ufsi”

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi. Heildarmagn afla um borð var 86 tonn.  Rætt var við Guðbjörn skipstjóra „Veiðiferðin var rúmir fimm sólarhringar höfn í höfn, en við vorum á veiðum í fjóra sólarhringa.  Við vorum á Selvogsbanka að reyna við ufsa í sæmilegri veiði, þar fékkst stór og vænn ufsi.  Veðrið […]

“Veiðin var góð”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði með 70 tonn.  Rætt var við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra „Við vorum á veiðum í þrjá sólarhringa á Selvogsbanka, vestan kaldi fyrstu tvo dagana en blíða síðasta sólarhringinn.  Veiðin var góð, og uppistaða aflans var ufsi og þorskur“ segir Guðmundur.