Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi, en smávegis var af ýsu og karfa. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Selvogsbanka.
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Rætt var við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra „Veiðiferðin tók fjóra sólarhringa og við vorum þrjá sólarhringa á veiðum, vorum á Selvogsbanka þar til veðrið versnaði og enduðum svo á Bervík þar var fínt veður. Fín veiði var á Selvogsbanka uppistaða aflans var ufsi og þorskur“ Segir Guðmundur.