Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.

Farsæll SH30 landaði í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 78 tonn, uppistaða aflans var að mestu steinbítur og skarkoli.  Minna í öðrum tegundum.  Farsæll var á veiðum í Nesdýpi.

Sigurborg SH12 með fullfermi.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi.  Uppistaða aflans var að mestu steinbítur og þorskur.  Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi og Grunnkant.

“Það hefur verið snúið að fá þorsk á togara slóðum”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 149 tonn, uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, settum niður troll víða.  Leituðum víða af þorski fyrir norðan land, en fengum ágæta veiði á Grímseyjarsvæðinu.  Það hefur verið snúið að […]