“Blíðskapar veður var allan túrinn”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Heimasíðan ræddi við Stefán stýrimann „þessi túr var sex sólarhringar.  Við vorum á veiðum á Vestfjarðarmiðum, það var enginn kraftur í veiðunum þennan túrinn.  Uppistaða aflans var steinbítur.  Blíðskapar veður var allan túrinn“ segir Stefán.