Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 60 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur. Smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Farsæll var meðal annars á veiðum á Flugbrautinni.
“Góð veið og gott veður allan túrinn“

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og fengum c.a. 193 tonn, mest þorsk. Við vorum á suðvestur miðum, byrjuðum á Flugbrautinni, fórum svo á Eldeyjarbanka og enduðum svo á Flugbrautinni. Góð veið og gott veður allan túrinn“ segir Hermann.