Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er um 84 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og skarkoli. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
“Veiðarnar hafa gengið ágætlega”

Farsæll SH30 er á leið í land í Grundarfirði eftir fimm daga veiðiferð. Heildarmagn afla um borð er um 68 tonn og er uppistaða ufsi, skarkoli, þorskur og ýsa. Rætt var við Stefán stýrimann „Við vorum á veiðum í nesdýpi og Vestur í kanti. Veiðarnar hafa gengið ágætlega og blíðskapar veður var alla veiðiferðina“ segir […]
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki.

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með 150 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi. Málmey var meðal annars á veiðum í Víkuráli og á Kantinum.