“Það var mokveiði á öllum stöðum”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, byrjuðum í Þverál, færðum okkur svo yfir í Nesdýpi og enduðum veiðiferðina í Reykjafjarðarál. Það var mokveiði á öllum stöðum, uppistaða aflans var þorskur. Veðrið var heilt […]