Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 60 tonn og uppistaða aflans var um 16 tonn af þorski, 15 tonn af ýsu og 13 tonn af skarkola. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Látragrunni og Nesdýpi.

„Jöfn og góð veiði“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 161 tonn, uppistaða aflans var um 126 tonn af þorski og 22 tonn af ýsu. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn. „Við vorum rúma fjóra sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum við Gerpisflak og enduðum suður […]