„Við fórum víða í þessum túr“

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 69  tonn. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn. „Þessi veiðiferð var um sex dagar og þar af voru um fimm á veiðum. Við fórum víða í þessum túr, suður fyrir land og norður á vestfjarðarmið. […]

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 78 tonn og uppistaða aflans var ufsi og þorskur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Selvogsbanka og Nesdýpi.

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 144 tonn og uppistaða aflans voru um 111 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Þverálshorni og Straumnesbanka.