Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag rúmlega 200 tonnum. Meirihluti aflans er ýsa eða 80 tonn og 65 tonn af þorski. Aflinn fékkst á Deildagrunni og Halanum.  Drangey SK2 stoppar nú í höfn fram yfir sumarfrí.

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 landar í dag í Grundarfirði síðustu löndun fyrir sumarstopp. Heildar aflamagn er 60 tonn sem skiptist í ýsu, þorsk, karfa og ufsa