Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var þorskur, skarkoli og ýsa. Sigurborg var m.a á veiðum á Nesdýpi.
Þolinmæðisvinna

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 158 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann og spurði um túrinn. „Veiðiferðin var sex dagar á veiðum. Við höfum verið á Þverálshorni, Halanum og Þverál. Veiðarnar hafa verið þolinmæðisvinna, eitt tonn á togtíma og […]