Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó, þar af um 186 tonnum af gullkarfa og 149 tonnum af ýsu. Aflaverðmæti er um 305 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn. „Við fórum út á sjó 20. apríl og […]
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 63 tonn og var aflinn blandaður, þ.á.m. 20 tonn af ýsu. Sigurborg var m.a á veiðum í Nesdýpi.
Drangey SK2 landar í Grundarfirði

Drangey SK-2 kom til hafnar í Grundarfirði. Aflinn var blandaður, um 107 tonn þar sem uppistaðan var þorskur og karfi. Drangey var meðal annars á veiðum á Eldeyjarbanka.