„Veiðar hafa gengið vel“

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki en millilandað var í Reykjavík. Aflaverðmæti um borð um 110 milljónir en heildar aflaverðmæti túrsins er um 300 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði um túrinn. „Við fórum út kvöldið 19. ágúst og veiðiferðin var 32 dagar. Við byrjuðum á Vestfjarðamiðum fyrstu vikuna, […]