Málmey SK1 landar á Sauðárkróki.

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í gær, 19. desember Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Málmey var m.a. á veiðum á Strandagrunni og Þverálshorni.
Túrinn endaði fyrr en áætlað var.

Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag, 20. desember. Veiðiferðin hófst að kveldi 29. nóvember s.l, og spannar hún því um 20 daga. Haft var samband við skipstjórann á Arnari sem sagði veðrið hafa verið mjög gott framan af, en sökum brælu síðustu daga hafi túrinn endað fyrr en áætlað var. Arnar var […]