Kærar þakkir Gísli Svan

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 farsæl ár í starfi. Upphafið má rekja til vorsins 1989 þegar Kaupfélagið fékk Gísla, sem þá var kennari við Samvinnuháskólann á Bifröst, til þess að koma norður og halda fyrirlestur um samskipti, þjónustulund og fleiri málefni. Mikil ánægja var meðal þeirra […]
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki. “Við vorum tæpa fjóra sólarhringa á veiðum, á Dohrnbanka. Heildarmagn afla um borð er um 193 tonn. Veiðarnar gengu mjög vel, þorskurinn er vel haldin, lifrarmikill og fallegur. Veðrið lék við okkur fram á laugardag þá brældi hressilega. Þetta hafsvæði er erfitt í brælu” segir Ágúst Ómarsson skipstjóri á Drangey.
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð er um 85 tonn, uppistaða aflans er ýsa, karfi, þorskur og steinbítur. Sigurborg var m.a. á veiðum á Látragrunni.