Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til hafnar í Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla um borð er um 63 tonn, uppistaða aflans er ýsa, þorskur og karfi. Farsæll var m.a. á veiðum suðvestan við Bjarg og á Nesdýpi.

Heimsókn í Drangey SK 2 – FNV/Erasmus+

Í dag fengu 16 nemendur og 6 kennarar leiðsögn um Drangey SK 2. Hópurinn, sem samanstendur af nemendum og kennurum frá Íslandi, Tékklandi, Spáni og Póllandi, er að vinna verkefni á vegum Erasmus+ sem fjallar um alþjóðlegar upplýsingatæknikeppnir til að efla gæði framhaldsskólamenntunar. Markmið verkefnisins er að auka færni nemenda bæði í upplýsingatækni og ensku. […]