Heimsókn frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar

Á dögunum fékk FISK-Seafood góða heimsókn frá konunum í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Þær fengu kynningu á fyrirtækinu frá framkvæmdastjóranum, Friðbirni Ásbjörnssyni og fjárreiðu- og rekstraruppgjörsstjóra Kristni Kristóferssyni. Ólöf Ásta Jónsdóttir, matráður, sá svo um að þær færu ekki svangar heim. Að sögn Ernu Baldursdóttur, formanns klúbbsins, voru þær mjög ánægðar með heimsóknina. En það er fastur […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til hafnar í morgun á Sauðárkróki til löndunar. Heildarmagn afla voru tæp 124 tonn. Uppistaða afla voru þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum norðan við Kolbeinsey. Yfirstýrimaður segir veiðina hafa gengið vel, þeir hafi strax hitt á góða veiði norðan við Hraun og svo hafi verið reitingur í […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar á Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla voru rúm 63 tonn og uppistaða aflans var þorskur, ýsa og koli. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Herðatré og Grunnkanti, en að sögn skipstjóra var leiðindaveður framan af og aflabrögð eftir því.