Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 148 tonn, uppistaða þorskur og ýsa. Málmey var meðal annars á veiðum Norðan við Hraun og á Ostahrygg. Veður var ágætt allan túrinn og þorskveiði gekk vel en það var rólegt í ýsunni, að sögn bátsmanns.