Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki á mánudag með 93 tonn af afla sem samanstóð af þorski, ýsu og ufsa. Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og á Skagagrunni. “Veðrið var fínt allan túrinn og það var mokveiði í þorski, tók enga stund að klára skammtinn.” Sagði Hermann Einarsson skipstjóri. Hann […]

Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkróki á sunnudag, heildarmagn afla var um 77 tonn, uppistaða þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum við Reykjafjarðarál og Ostahrygg. “Við fengum mest af ýsunni við Reykjafjarðarál og svo kom þorskskammturinn bara í nokkrum hollum við Ostahrygg” segir Ómar Ísak Hjartarson, undirstýrimaður. Þess má geta […]