Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 131 tonn, að mestum hluta þorskur, eða 98 tonn, en einnig ýsa. Drangey var á veiðum á Strandagrunni og Norður af Horni. “Það var strax fín þorskveiði á Strandagrunni, góður millifiskur og gekk mjög vel” Segir Ágúst Óðinn Ómarsson, skipstjóri. “En […]
Sigurborg SH 12 landar á Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar á Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 64 tonn og uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkanti og við Mána.