Heimsókn frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks

Fimmtudaginn 20. nóvember fékk FISK Seafood góða heimsókn frá meðlimum í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Gestirnir töldu um 20 manns og fengu þeir kynningu á starfsemi fyrirtækisins og framtíðarsýn frá framkvæmdastjóranum Friðbirni Ásbjörnssyni og Kristni Kristóferssyni, fjármálastjóra. Þá fengu gestirnir að gæða sér á veitingum sem Ólöf Ásta Jónsdóttir, matráður, töfraði fram eins og henni einni er […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar í Grundarfirði í morgun. Heildarþyngd afla voru um 72 tonn, þar af um 28 tonn af ýsu og um 20 tonn af þorski, minna í öðrum tegundum. Sigurborg var meðal annars á veiðum við Grunnkant og Hornbanka. “Það var víða farið um grunnslóðir Vestfjarða og frekar döpur veiði, enduðum […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun heildarmagn afla voru tæp 150 tonn, þar af tæp 130 tonn af þorski og tæp 8 tonn af ýsu, minna í öðrum tegundum. Drangey var meðal annars á veiðum við Ostahrygg og norður af Kolbeinsey. “Túrinn byrjaði á sköfu á skagagrunni, lítið að frétta, vorum […]