Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 71 tonn, þar af 27 tonn af ýsu og 20 tonn af þorski, einnig voru um 9 tonn af karfa en minna í öðrum tegundum. Sigurborg var lengst af á veiðum vestan við Nes en kastaði einnig á fleiri stöðum eins […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 115 tonn, aðallega þorskur. “Við byrjuðum túrinn norðan við Kolbeinsey þar sem var rólegheitakropp í þorski, síðan færðum við okkur á Ostahrygg þar sem veiðin var svipuð. Við enduðum svo túrinn á Strandagrunni í þokkalegri þorskveiði.” Sagði Ágúst Ómarsson, skipstjóri. Hann […]