Skipaflotinn

FISK-Seafood kemur að útgerð átta skipa.

Frystitogarinn Arnar HU-1 og ferskfiskskipin Málmey SK-1 og Drangey SK-2 eru gerð út frá Sauðárkróki. Ísfiskararnir Farsæll SH-30 og Sigurborg SH-12 eru gerð út frá Grundarfirði. Þessi skip eru í eigu FISK-Seafood.

Gerðir eru út tveir dragnótabátar, annarsvegar er Hafdís SK-4 (í eigu FISK-Seafood) gerð út frá Sauðárkróki og hins vegar er Steinunn SH-167 (eignarhlutur FISK-Seafood er 60%) gerð út frá Ólafsvík.

 Félagið gerir einnig út krókabátinn Tryggva Eðvarðs SH-2.