Veiðarnar hafa gengið ágætlega.
Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 190 tonn, þar af voru um 160 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 5 tonn af karfa og 5 tonn af Ufsa. Minna í öðrum tegundum. Drangey var meðal annars á veiðum við Digranesflak og litla hrygg.
Skv. upplýsingum frá Snorra Snorrasyni skipstjóra gengu veiðarnar ágætlega og veðrið var nokkuð gott í túrnum.
Áætlað er að Drangey haldi af stað til veiða kl 17:00 í dag.