Mörg skip um þorskinn á þessum veiðislóðum.

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 209 tonn, þar af voru um 183 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 4 tonn af karfa og 4 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum. Skv. upplýsingum frá Andra Már Welding stýrimanni voru þeir á veiðum á Digranesflaki mest allan túrinn, en síðasta sólarhringinn voru þeir á veiðum á Brettingsstöðum í góðri veiði. Veiðarnar hafa gengið vel, mikið er af síld fyrir austan land og því nóg æti fyrir þorskinn. Það hefur þó verið mishittið hvar þorskurinn hendir sér niður og mörg skip um þorskinn á þessum veiðislóðum. Heilt yfir hefur verið gott veður segir Andri Már.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey