Veðrið hefur verið leiðinlegt mest allan túrinn.
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki með 173 tonn, af því voru um 155 tonn af þorski, 5 tonn af ufsa, 2 tonn af karfa og 1 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum. Drangey hefur verið á veiðum við Brettingsstaði, Rifsbanka og Máneyjarhrygg. Veðrið hefur verið leiðinlegt mest allan túrinn, sannkölluð skítabræla. Þó hefur veiðin gengið vel þegar veðrið hefur verið til friðs.
Áætlað er að Drangey haldi aftur til veiða að löndun lokinni.