Veiðin var frekar treg en góð inn á milli.
Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn í Arnar samsvarar til 698 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 231 milljón. Uppistaða aflans er 273 tonn af gullkarfa, 158 tonn af ufsa, 132 tonn af þorski, 119 tonn af ýsu og 4 tonn af djúpkarfa. Minna í öðrum tegundum. Arnar var á veiðum frá Víkurá og austur á Sléttugrunn. Veiðin var frekar treg en góð skot inn á milli og tíðarfarið var nokkuð gott.
Áætlað er að Arnar haldi aftur til veiða að löndun lokinni.