Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.
Á milli jóla og nýárs hélt Farsæll af stað til veiða og kom til hafnar í Grundarfirði þann 30.12.19 s.l með 47 tonn af því voru um 23 tonn af skarkola, 10 tonn af ýsu, 8 tonn af þorski og 2 tonn af steinbít. Minna í öðrum tegundum. Farsæll var á veiðum við Flökin.
Farsæll hélt aftur til veiða á nýju ári og kom til hafnar í Grundarfirði með 63 tonn, af því voru um 39 tonn af skarkola, 14 tonn af þorski, 5 tonn af steinbít og 3 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
Áætlað er að Farsæll haldi aftur til veiða að löndun lokinni