Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð um var 163 tonn, af því voru um 143 tonn af þorski, 4 tonn af ufsa og 3 tonn af karfa. Minna í öðrum tegundum. Drangey var meðal annars á veiðum við Sléttugrunn og Brettingsstaði. Veiðin gekk mestmegnis vel. Þokkalegasta veður var mestallan túrinn, og gott var í sjóinn.
Áætlað er að Drangey haldi aftur til veiða að löndun lokinni.