„Við vorum á veiðum í um það bil tvo sólarhringa“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með 91 tonn. Rætt var stuttlega við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í um það bil tvo sólarhringa, byrjuðum á Rifsbanka í rólegri veiði, færðum okkur síðan yfir á Sléttugrunn þar var góð veiði. Uppistaða aflans er þorskur, smávegis af ýsu og karfa. Það er búið að vera bræla“ segir Þórarinn.