„Góð veiði í Jökuldýpi“
Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 182 tonn og var uppistaða aflans um 127 tonn af þorski en minna af öðrum tegundum. Rætt var við Ágúst Ómarsson skipstjóra.
„Við byrjuðum túrinn í Víkurál en þar var bræla og blandaður afli. Síðan fengum við fréttir af þorski í Jökuldýpi og þá var slegið í ásamt flest öllum skipum sem stunda þorskveiðar. Þar vorum við restina af túrnum í þokkalegri veiði af vænum þorski. Veðrið var gott nema síðasta daginn, þá kom norðaustan bræla. Við vorum 6 daga á veiðum,“ segir Ágúst.