„Stór og vænn ufsi“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði með fullfermi. Heildarmagn afla um borð var 86 tonn. Rætt var við Guðbjörn skipstjóra „Veiðiferðin var rúmir fimm sólarhringar höfn í höfn, en við vorum á veiðum í fjóra sólarhringa. Við vorum á Selvogsbanka að reyna við ufsa í sæmilegri veiði, þar fékkst stór og vænn ufsi. Veðrið var sæmilegt fyrir utan einn sólarhring en þá gerði vestan 20-25 m/s. segir Guðbjörn.