„Veiðarnar gengu glimrandi vel“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki til millilöndunar. Heildarmagn afla um borð var um 121 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra.
„Við vorum á veiðum í rúmlega tvo sólarhringa, byrjuðum á Straumnesbanka og færðum okkur svo yfir á Kantinn vestan við Halann. Veiðarnar gengu glimrandi vel, uppistaða aflans var þorskur og ýsu, minna í öðrum tegundum. Allan túrinn var blíðu veður“ segir Þórarinn.