Arnar HU1 heim úr Barentshafi

 In Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki 20. júlí eftir veiðiferð í Barentshaf. Heildarmagn afla um borð var um 1.250 tonn upp úr sjó, þar af 1.140 tonn af þorski. Aflaverðmæti er ca. 450 milljónir. Guðmundur Henry skipstjóri segir að veiðar hafi gengið vel í góðu veðri. Alls voru 5 íslensk skip að veiðum uppfrá og urðu vitni að heræfingu hjá Rússum og sáu menn  mikinn herskipaflota sagði Gummi.

Start typing and press Enter to search