„Veðrið var flott“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 65 tonn. Uppistaða aflans var meðal annars karfi. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði út í túrinn.
„Veiðiferðin var tæpir fimm sólahringar, höfn í höfn, og á veiðum í fjóra sólahringa. Vorum allan túrinn á Látragrunni í þokkalegri steinbítsveiði, uppistaðan í aflanum var steinbítur og karfi. Veðrið var flott, hægur vindur og heiðskýrt allan túrinn,“ sagði Guðbjörn.