„Jöfn og góð veiði“
Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 79 tonn og uppistaða aflans voru meðal annars 16 tonn af þorski. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn.
„Við byrjuðum túrinn á Flákanum á meðan norðanáttin var að blása en fórum út á Agötu er hægði. Við vorum fimm daga á veiðum og það var jöfn og góð veiði,“ sagði Guðmundur.