„Fiskeríið frekar blettótt“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 110 tonn, uppistaða aflans var um 82 tonn af þorski og 15 tonn af karfa. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum sex daga á veiðum, vorum á Vestfjarðarmiðum og mest á Halanum. Fiskeríið hefur verið frekar blettótt, þorskurinn hefur gefið sig nær eingöngu í myrkrinu. Við fengum leiðinda veður fyrstu þrjá dagana en fínt í restina,“ sagði Ágúst.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter