„Veðrið var leiðinlegt“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar 781 tonnum upp úr sjó, þar af 265 tonnum af gullkarfa og 212 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti eru um 238 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og spurði hann út í túrinn.

„Við fórum frá Sauðárkróki að kvöldi 9. september. Við höfum verið á veiðum frá Reykjanesgrunni og austur að Rifsbanka. Veiðarnar hafa gengið þokkalega og mjög blandaður afli. Landað verður tæplega 23.000 kössum. Veðrið var leiðinlegt fyrri hluta túrs en ágætt seinni hlutann,“ sagði Guðmundur Henry.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey