„Fiskeríið hefur verið ágætt miðað við tíðarfar“
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 114 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.
„Við vorum fjóra daga á veiðum og vorum á Strandagrunni, Sporðagrunni og Nýjagrunni. Fiskeríið hefur verið ágætt miðað við tíðarfar en það hefur verið norðaustan bræla allan túrinn,“ sagði Ágúst.
Við þökkum Atla Frey Kolbeinssyni kærlega fyrir flottu myndina sem hann tók og fylgir þessari frétt.